Bæjarlistamaður Garðabæjar

Frá vinstri: Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar, Bjarndís Lárusdóttir í menningar- og safnanefnd, Bjarni Thor Kristinsson bæjarlistamaður Garðabæjar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Hrannar Bragi Eyjólfsson í menningar- og safnanefnd Garðabæjar.
Bjarni Thor var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar fyrir árið 2020

Óperu­söngv­ar­inn Bjarni Thor Krist­ins­son var kynnt­ur sem bæj­arlistamaður Garðabæj­ar árið 2020 og Hall­fríður Ólafs­dótt­ir, rit­höf­und­ur og flautu­leik­ari, hlaut heiður­sviður­kenn­ingu fyr­ir mik­il­vægt fram­lag til menn­ing­ar og lista við at­höfn sem hald­in var í Sveina­tungu á Garðar­torgi í gær.

Bjarni Thor hóf söngnám 18 ára gam­all en fór til Vín­ar­borg­ar í fram­halds­nám árið 1994 og vorið 1997 var hann ráðinn sem aðal­bassa­söngv­ari þjóðaróper­unn­ar í Vín. Eft­ir nokk­urra ára fa­stráðningu þar fór Bjarni víða um heim þar sem hann hef­ur sungið ýmis hlut­verk í óper­um sem laus­ráðinn söngv­ari.  Bjarni Thor hef­ur verið tíður gest­ur í Rík­is­óper­unni í Berlín en auk þess komið fram í mörg­um af bestu óperu­hús­um heims s.s. í Chicago, Róm, Veróna, Par­ís, Pal­ermo og Lissa­bon, seg­ir í til­kynn­ingu.

 

Bjarni Thor er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2020

Hann hlaut Grím­una fyr­ir hlut­verk Os­min í ,,Brott­nám­inu úr kvenna­búr­inu“ hjá Íslensku óper­unni árið 2006. Bjarni hef­ur að mestu sungið er­lend­is und­an­far­in ár, nú síðast í Parma á Ítal­íu þar sem hann var við æf­ing­ar þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fór af stað.

Bjarni Thor tók lagið við at­höfn­ina og Hall­fríður, höf­und­ur bók­anna um Maxí­mús Mús­íkús, minnti á mik­il­vægi tón­list­ar­skól­anna á Íslandi sem gera flest­um börn­um kleift að læra á hljóðfæri.

25 ára söngafmæli

Um þessar mundir eru 25 ár liðin síðan Bjarni steig fyrst á svið Volksoper í Vín og hóf þar með sinn atvinnusöngvaraferil.

Read More »

Mozart in Kassel

Entführung aus dem Serail is not Mozart’s most popular opera but a good production of it is always a success

Read More »